Hoppa yfir valmynd
19. maí 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Norræn samvinna á sviði upplýsingaskipta við lágskattaríki heldur áfram

Agreement between Iceland and the British Virgin Islands
Agreement between Iceland and the British Virgin Islands

Fréttatilkynning nr. 29/2009

Á blaðamannafundi sem haldinn var í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í gær var undirritaður samningur milli stjórnvalda á Íslandi og Bresku Jómfrúreyja um upplýsingaskipti á sviði skattamála.

Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð undirrituðu einnig samhljóða samning auk þess sem undirritaðir voru samningar sem taka til afmarkaðra tekna þ.e. samningur um að komast hjá tvöfaldri skattlagningu á tekjur einstaklinga, samningur um skattlagningu tekna af rekstri skipa og flugvéla og samningur um aðferðir við ákvörðun hagnaðar tengdra fyrirtækja. Af hálfu Íslands undirritaði Svavar Gestsson sendiherra samningana en fyrir hönd Bresku Jómfrúreyja Hon. Dancia Penn (Deputy Premier of the British Virgin Islands).

Upplýsingaskiptasamningurinn við Bresku Jómfrúreyjar er sá sjötti í röðinni sem Norðurlöndin undirrita en áður hafa verið gerðir samningar við Mön, Guernsey, Jersey, Cayman eyjar og Bermúda. Jafnframt er samningagerð á lokastigi við Arúba og Hollensku Antillaeyjar og er reiknað með að undirritun þeirra samninga fari fram síðar í sumar. Í undirbúningi er síðan gerð samninga við fleiri lágskattaríki en ákveðið hefur verið að starfshópur sá sem skipaður var af Norrænu ráðherranefndinni í júní 2006 starfi áfram næstu árin.

Agreement between Iceland and the British Virgin Islands

Dancia Penn frá Bresku Jómfrúreyjum, Svavar Gestsson sendiherra og
Kristian Jensen danski skattamálaráðherrann. Ljósmyndari Mats Holmström

Fjármálaráðuneytinu, 19. maí 2009

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta