Hoppa yfir valmynd
22. maí 2009 Forsætisráðuneytið

Upplýsingalög endurskoðuð

Forsætisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi 19. maí minnisblað um endurskoðun upplýsingalaga til samræmis við þau fyrirheit sem gefin voru í 100 daga áætlun stjórnarinnar. Í áætluninni eru kveðið á um að endurskoðun skuli hafin á upplýsingalögum í því augnamiði að auka aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum stjórnarráðsins.

Í minnisblaðinu er lagt til að forsætisráðherra skipi starfshóp í þessum tilgangi. Hópurinn á að taka mið af löggjöf í nágrannalöndum og sáttmála Evrópuráðsins um aðgang að upplýsingum. Hópurinn á að leita eftir viðhorfum almennings og blaðamanna og ber að skila tillögum fyrir 1. janúar 2010.

Utanríkisráðherra kynnti á fundum endurskoðað tillögu til þingsályktunar um aðildarviðræður við ESB, en smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á henni frá þeim drögum sem birt hafa verið. Reiknað er með að tillagan verði lögð fyrir þingið innan fárra daga.

Iðnaðarráðherra greindi frá niðurstöðum fyrsta útboðs rannsóknar og vinnsluleyfa á Drekasvæðinu.
Fjármálaráðherra kynnti tölur um útgjöld ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi. Hann gerði grein fyrir því að útgjöld væri lítillega lægri en áætlað hafði verið, eða sem nemur 2,4%. Hækkunin milli áranna 2008 og 2009 eru 32,8%.

Landbúnaðarráðherra kynnti tvö frumvörp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum annars vegar og hins vegar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem varðar frístunda- og strandveiðar til samræmis við áætlun ríkisstjórnarinnar að leggja fram strax frumvarp um handfæraveiðar smábáta yfir sumartímann.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta