Hoppa yfir valmynd
25. maí 2009 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fordæmir kjarnasprengingu Norður Kóreumanna

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir harðlega kjarnasprengingu Norður Kóreumanna í tilraunaskyni í gærkvöldi. Hann segir íslensku ríkisstjórnina andsnúna hverskyns útbreiðslu kjarnavopna og muni beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að dregið verði úr fjölda þeirra.

„Þessi sprenging mun örugglega auka mjög spennu í Norðaustur Asíu og ógna alþjóðafriði og -öryggi. Það eru mjög slæm tíðindi að á sama tíma og annars staðar er dregið úr kjarnavopnaeign skuli þetta fátæka land eyða gríðarlegum fjárhæðum til þróunar þeirra," segir utanríkisráðherra.

Össur segir þjóðir heims þurfa að taka höndum saman og berjast gegn kjarnorkuvígbúnaði. Í því ljósi beri að fagna því að Barack Obama Bandaríkjaforseti skyldi lýsa því yfir á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í apríl sl., að hann hygðist beita sér fyrir heimi án kjarnavopna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta