Fyrirlestrar og myndir frá UT-ráðstefnunni 2009
Í tilefni af degi upplýsingatækninnar 2009, UT-deginum, var haldin ráðstefna 19. maí undir yfirskriftinni: Upplýsingatækni til endurreisnar, Bætt þjónusta - lægri kostnaður. Þar var fjallað um hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni sem verkfæri til að lækka kostnað og bæta þjónustu. M.a. var kynnt aðferðafræði til að meta kostnað og ávinning af upplýsingatækniverkefnum og sagt frá verkefnum þar sem góður árangur hefur náðst. Á vefnum ut.is má finna erindi og myndir frá ráðstefnunni.
Reykjavík 27. maí 2009