Hoppa yfir valmynd
29. maí 2009 Innviðaráðuneytið

Bílaklúbbur Akureyrar undirbýr ökugerði

Bílaklúbbur Akureyrar er að hefja framkvæmdir við akstursíþróttasvæði og ökugerði. Kristján L. Möller samgönguráðherra tók ásamt fleirum fyrstu skóflustungurnar fyrir framkvæmdirnar í gær.

Bílaklubbur Akureyrar - fyrstu skóflustungurnar fyrir æfingasvæði.
Bílaklubbur Akureyrar - fyrstu skóflustungurnar fyrir æfingasvæði.

Æfingasvæðið er við Hlíðarfjallsveg rétt ofan Akureyrar og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið eftir um það bil ár. Skóflustungurnar í gær tóku þeir Kristján L. Möller samgönguráðherra, Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs Akureyrar, og Kristján Þ. Kristinsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar og var fjölmenni viðstatt athöfnina. Jarðvegsframkvæmdir hófust strax í kjölfarið með stórvirkum vinnuvélum.

Akureyrarbær úthlutaði félaginu þessu svæði fyrir akstursíþróttasvæði og ökugerði og er gert ráð fyrir því að hluti þess verði kominn í rekstrarhæft form að ári liðnu. Bílaklúbbur Akureyrar fagnar nú 35 ára afmæli sínu.

Í ávarpi við athöfnina fagnaði samgönguráðherra þessu framtaki Bílaklúbbsins og sagði það tvímælaust lið í auknu umferðaröryggi og í sama streng tóku aðrir sem fluttu ávörp. Að athöfn lokinni bauð klúbburinn í afmæliskaffi í húsakynnum sínum.

Bílaklubbur Akureyrar - fyrstu skóflustungurnar fyrir æfingasvæði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta