Hoppa yfir valmynd
29. maí 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fleiri þrávirk lífræn efni bönnuð

Stokkhólmssamningurinn um þrávirk lífræn efni
Stokkhólmssamningurinn

Aðildarríki Stokkhólmssamningsins hafa fallist á þýðingarmikið samkomulag um að banna níu þrávirk lífræn efni til viðbótar við þau tólf efni sem þegar hafa verið bönnuð. Þetta var niðurstaða fjórða aðildarríkjafundar samningsins sem haldinn var í Genf fyrir skömmu.

Stokkhólmssamningurinn var undirritaður árið 2001 og var mikilvægur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins. Ísland átti stóran þátt í gerð samningsins. Samningurinn kveður á um bann eða takmörkun á losun hættulegra efna sem safnast fyrir í lífríki hafsins. Almennt er talið að góður árangur hafi náðst við að takmarka þau tólf þrávirku efni sem samningurinn tekur til fram að þessu og hann hafi því sannað gildi sitt og mikilvægi.

Efnin sem verða bönnuð samkvæmt samkomulagi fundarins í Genf eru ýmist skordýraeitur eða eldhemjandi efni. Að söng Sesselju Bjarnadóttur, fulltrúa umhverfisráðuneytisins á fundinum, ríkti mikil ánægja á fundinum með samkomulagið og er það að mörgu leyti talið sögulegt í baráttunni við mengun af völdum þrávirkra efna.

Aðildarríkjaþjóðirnar ákváðu að áfram yrði leyft að nota DDT til malaríuvarna, það er til að halda moskítóflugum í skefjum. Notkun á DDT virðist fara vaxandi í heiminum og er það talið ákveðið áhyggjuefni þar sem fræðsla um rétta notkun efnisins er oft af skornum skammti.

Heimasíða Stokkhólmssamningsins.

Um Stokkhólmssamninginn.

Þrávirk lífræn efni – vísindavefurinn.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta