Hoppa yfir valmynd
30. maí 2009 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fimmta nýja pósthús Íslandspósts opnað

Íslandspóstur opnaði fimmtudaginn 28. maí fimmta nýja pósthús sitt og að þessu sinni á Sauðárkróki. Kristján L. Möller samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna fyrir um ári og flutti hann ávarp við opnun hússins.

Nýtt pósthús Íslandspósts opnað á Sauðárkróki.
Nýtt pósthús Íslandspósts opnað á Sauðárkróki.

Íslandspóstur hefur þegar opnað ný pósthús á Húsavík, Reyðarfirði, Stykkishólmi og Akranesi. Nýju pósthúsin munu auka þjónustu við viðskiptavini og eru liður í að nútímavæða póstþjónustuna. Í nýja húsnæðinu er boðið upp á aukna þjónustu, meðal sölu á ýmiss konar vörum eins og skrifstofuvörum, ritföngum, pappír, geisladiskum, póstkortum, gjafakortum og öðru fyrir fyrirtæki, einstaklinga og ferðalanga.

Í nýjum pósthúsum eru „Samskiptaborð” sem eru nýjung í þjónustu Póstsins. Þar er í boði netaðgangur, mögulegt er að prenta út gögn og ljósmyndir, skanna og ljósrita, svo eitthvað sé nefnt. Einnig gefst viðskiptavinum kostur á að panta aðra þjónustu Samskipta á pósthúsunum og fá senda um hæl.


Samgönguráðherra opnar nýtt pósthús Íslandspósts á Sauðárkróki.      
Kristján L. Möller samgönguráðherra flutti ávarp við formlega opnun nýs pósthúss Íslandspósts á Sauðárkróki. Það er fimmta nýja pósthúsið sem fyrirtækið tekur í notkun á rúmlega ári.      

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta