Hoppa yfir valmynd
5. júní 2009 Matvælaráðuneytið

Heimsókn sendinefndar ESB ríkja í Brussel.

Fimmtudaginn 4. júní 2009, kom í heimsókn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sendinefnd ESB ríkja í Brussel; - fólk úr sendiráðum, frá framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu.

Fulltrúar ráðuneytisins fóru með hópinn í M.S. á Selfossi þar sem Guðmundur Geir Gunnarsson, bústjóri tók á móti þeim og var hópnum boðið upp á að smakka á framleiðslu M.S. Þar kynnti einnig Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands íslenskan landbúnað og Kristján Freyr Helgason sérfræðingur ráðuneytisins íslenskan sjávarútveg og fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga.

Að því loknu var farið með hópinn í Ramma hf. í Þorláksshöfn þar sem Jón Páll Kristófersson, rekstrarstjóri tók á móti fólkinu, kynnti því starfssemina og bauð svo hópnum að smakka á ljúffengum nýveiddum humri. Að því loknu var gengið með fólkinu um vinnslusalinn sem því fannst mjög áhugavert.

Níels Árni Lund, skrifstofustjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Sveinn H. Hjartarson LÍÚ, Kristján Freyr Helgason SLR og Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökum Íslands

Á myndinni eru: Níels Árni Lund, skrifstofustjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Sveinn H. Hjartarson LÍÚ, Kristján Freyr Helgason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökum Íslands

Hér má sjá fleiri myndir af heimsókninni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta