Norrænu utanríkisráðherranir funda í Reykjavík
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna funda í Reykjavík á morgun, 9. júní. Á meðal umræðuefna verður Stoltenberg-skýrslan svonefnda um utanríkis- og öryggismál, sem Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, vann að beiðni ráðherrannna. Á fundi þeirra verður ennfremur rætt um stöðu alþjóðamála, málefni Mið-Austurlanda, Afganistan og Pakistan, Sri Lanka og Norður-Kóreu, loftslagsmál, efnahagskreppuna og Evrópumál, en Svíar taka við formennsku í Evrópusambandinu í byrjun júlí.