Hoppa yfir valmynd
8. júní 2009 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra fundaði með Fjórðungssambandi Vestfirðinga

Stjórn og samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga átti fund með samgönguráðherra í síðustu viku á Ísafirði. Á dagskrá voru einkum samgöngumál og lögðu Vestfirðingar áherslu á að fjórðungurinn fengi að njóta forgangs í samgönguframkvæmdum á næstu árum.

Fulltrúar í stjórn og samgöngunefnd Fjórðungssambandsins eru bæjarfulltrúar í ýmsum sveitarfélgum á Vestfjörðum og tóku þeir virkan þátt í fundinum.

Birna Lárusdóttir, varaformaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, kynnti í upphafi fundar þá skoðun sambandsins að tími væri kominn til þess að Vestfirðir nytu forgangs við samgönguframkvæmdir. Óskaði hún eftir að við uppbyggingu í samgöngum næstu árin næðist eins konar þjóðarsátt um það viðhorf.

Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti erindi um endurskoðun á byggðastefnu sambandsins og Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, ræddi landshlutaáætlun fyrir Vestfirði. Þá fór Sigurður Pétursson, formaður samgöngunefndar Fjórðungssambandsins, yfir samgöngumál á Vestfjörðum og staldraði við áherslur nefmdarinnar í vegamálum, fjarskiptamálum, flugmálum og siglingamálum.

Kristján L. Möller samgönguráðherra fór yfir helstu framkvæmdir á þessum sviðum sem nú standa yfir og sagði nokkra óvissu ríkja um næstu skref vegna stöðunnar í ríkisfjármálum. Þá komu sameiningarmál sveitarfélaga í fjórðungnum einnig til umræðu.

Fjórðungssamband Vestfirðinga bauð samgönguráðherra til fundar.
Kristján L. Möller samgönguráðherra ræddi samgöngumál og sameiningarmál sveitarfélaga við fulltrúa í stjórn og samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga á fundi þeirra á Ísafirði síðastliðinn föstudag.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta