Menntamálaráðherra afhenti foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra voru afhent í 14. sinn þann 4. júní, við athöfn í Þjóðmenningarhúsi við Hverfisgötu. Katrín Jakobsdóttir afhenti verðlaunin.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 14. sinn þann 4. júní, við athöfn í Þjóðmenningarhúsi við Hverfisgötu. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin.
Handhafar Foreldraverðlaunanna 2009 eru eftirtaldir:
- Grunnskólinn á Blönduósi og Fræðsluskrifstofa A- Húnavatnssýslu hljóta Foreldraverðlaunin 2009 fyrir verkefnið Tökum saman höndum.
Markmið verkefnisins er að bæta líðan og námsárangur nemenda í unglingadeild grunnskólans á Blönduósi.
Auk foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt hvatningarverðlaun og dugnaðarforkaverðlaun.
Hvatningarverðlaun:
- Samstarfsverkefni Kópavogsskóla og Gjábakka. Markmið verkefnis er að brúa bilið á milli kynslóða.
Dugnaðarforkur:
- Björg Þorvaldsdóttir deildarstjóri sérkennslu við Nesskóla.
38 tilnefningar bárust til verðlaunanna að þessu sinni og voru 34 verkefni tilnefnd.