Hoppa yfir valmynd
9. júní 2009 Matvælaráðuneytið

Skipun í stjórn Samkeppniseftirlitsins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Með vísan til 2. mgr. 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 hefur viðskiptaráðherra skipað nýja stjórn Samkeppniseftirlitsins, en skipunartími fyrri stjórnar rann út í lok maí.

Rögnvaldur J. Sæmundsson dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er formaður stjórnar en aðrir aðalmenn eru Jóhann R. Benediktsson lögfræðingur og Inga Jóna Jónsdóttir hagfræðingur. Varastjórn skipa Eyvindur Grétar Gunnarsson hæstaréttarlögmaður, Guðný Hrund Karlsdóttir viðskiptafræðingur og Áslaug Árnadóttir skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyti.

Með vísan til 9. gr. samkeppnislaga hefur viðskiptaráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar skipað áfrýjunarnefnd samkeppnismála frá sama tíma.

Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður er formaður nefndarinnar en aðrir aðalmenn eru Anna Kristín Traustadóttir viðskiptafræðingur og Stefán Már Stefánsson fv. prófessor. Lárus L. Blöndal hæstaréttarlögmaður er varaformaður en aðrir varamenn eru Brynhildur Benediktsdóttir hagfræðingur og Kristín Benediktsdóttir héraðsdómslögmaður.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta