Skýrsla um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi kynnt
Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur kynnt skýrslu sem unnin var í ráðuneytinu um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi fyrir ríkisstjórn og allsherjarnefnd Alþingis. Skýrslan var samin að beiðni ráðherra í tilefni af því álitaefni hvort endursenda eigi hælisleitendur til Grikklands á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar, þ.e. reglugerðar nr. 343/2003/EB frá 18. febrúar 2003 um að koma á viðmiðunum og fyrirkomulagi við að ákvarða hvaða aðildarríki beri ábyrgð á meðferð umsóknar um hæli sem ríkisborgari þriðja lands leggur fram í einu aðildarríkjanna.
Skýrslan fjallar almennt um endursendingar til Grikklands. Er litið til framkvæmdar annarra ríkja sem eiga aðild að Dyflinnarreglugerðinni en þó einkum framvæmdar norskra yfirvalda um að skoðað verði hvert tilvik fyrir sig og aðstæður viðkomandi einstaklings metnar áður en ákvörðun er tekin um endursendingu til Grikklands.
Sjá skýrslu um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi.