Hoppa yfir valmynd
19. júní 2009 Utanríkisráðuneytið

Sparnaður 2009-2010

Á næsta ári sker utanríkisráðuneytið niður rekstrarútgjöld um 10% til viðbótar áður ákveðnum sparnaði. Einnig er tilkynnt um 190 m.kr. viðbótarsparnað vegna yfirstandandi árs. Hafa ber í huga að nálægt 3/4 hlutar útgjalda utanríksráðuneytisins eru í erlendri mynt og er ráðuneytið því viðkvæmara fyrir áhrifum gengisbreytinga en annar rekstur hins opinbera.

Meðal þess sem nú er skorið niður eru framlög til Varnarmálastofnunar Íslands en ætlunin er að leggja stofnunina niður í núverandi mynd, án þess þó að niðurskurður bitni á varnar- og öryggisskuldbindingum Íslendinga. Einnig verða verulega dregin saman framlög til þróunarsamvinnu og friðargæslu á meðan Íslendingar ganga í gegnum efnahagslegar þrengingar en aukið verður við að nýju þegar efnahagslífið verður komið á réttan kjöl.

Sendiskrifstofum verður enn fækkað á þessu ári og því næsta jafnframt því sem starfsliði verður fækkað. Þá verður búið að loka, eða taka ákvarðanir um lokun á sjö sendiskrifstofum á árinu. Ákveðið hefur verið að selja embættisbústaði í New York, London, Washington, Ottawa og Tókíó og andvirði þeirra lagt í ríkissjóð. Þá mun fækka nokkuð í hópi sendiherra og nýir verða ekki skipaðir í staðinn um sinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta