Til upplýsinga um lög um náms- og starfsráðgjafa
Lög nr. 35/2009 um náms- og starfsráðgjafa voru samþykkt á Alþingi sl. vor.
Að undanförnu hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu hvernig best megi standa að útgáfu leyfisbréfa til náms- og starfsráðgjafa.
Lög nr. 35/2009 um náms- og starfsráðgjafa voru samþykkt á Alþingi sl. vor.
Að undanförnu hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu hvernig best megi standa að útgáfu leyfisbréfa til náms- og starfsráðgjafa. Lagt hefur verið fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 35/2009 um náms- og starfsráðgjafa um að ráðuneytinu verði heimilað að semja um útgáfu leyfisbréfa við háskóla sem bjóða upp á nám í náms- og starfsráðgjöf eða aðra til þess bæra aðila. Hyggst ráðuneytið nýta sér ofangreinda heimild ef frumvarpið verður að lögum og hefur því frestað útgáfu leyfisbréfa til náms- og starfsráðgjafa að svo stöddu.
Stefnt er að því að hægt verði að ganga frá leyfisbréfum áður en skólastarf hefst í haust. Mun ráðuneytið birta tilkynningu þess efnis þegar nær dregur.