Hoppa yfir valmynd
24. júní 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglugerð um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til tekna

Fréttatilkynning nr. 40/2009

Í samræmi við breytingar á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, sem gerðar voru með lögum nr. 46/2009, hefur verið gefin út reglugerð, nr. 534/2009, um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til skattskyldra tekna. Áréttað skal að lagaákvæðið tekur einungis til skulda einstaklinga sem ekki eru tengdar atvinnurekstri. Að öðru leyti skiptir tilefni skuldar ekki máli.

Liggja þarf fyrir með formlegum hætti að eignir séu ekki til fyrir skuldum, svo sem nánar er kveðið á um í reglugerðinni sjálfri. Meginatriðið er að einstaklingur, og eftir atvikum maki hans, eigi engar eignir sem hægt er að ganga að til greiðslu skuldarinnar eða séu að öðru leyti ekki borgunarmenn fyrir skuldinni. Gögn þurfa að liggja fyrir sem styðja þessa niðurstöðu og þarf skuldareigandi að gefa skattyfirvöldum upplýsingar um þær forsendur sem eftirgjöf skuldar byggir á.

Vekja ber athygli á því að séu skuldir gefnar eftir í tengslum við almenna nauðasamninga eða nauðasamninga til greiðsluaðlögunar telst slíkt ekki til skattskyldra tekna skuldara. Það sama á við ef skuldari er gjaldþrota. Að auki telst eftirgjöf skulda eða niðurfelling ábyrgðar ekki til skattskyldra tekna ef sannað er á fullnægjandi hátt að eignir eru ekki til fyrir þeim.

Fjármálaráðuneytinu, 24. júní 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta