Hoppa yfir valmynd
25. júní 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Á réttri leið á Reykjanesi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á ferð um Reykjanes til að skoða afleiðingar aksturs utan vega.
Í Sogum á Reykjanesi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað aðgerðateymi til að koma á átaki til að verja viðkvæma náttúru Reykjanesfólkvangs fyrir skemmdum af völdum aksturs utan vega og lagfæra þær skemmdir sem þegar hafa orðið. Yfirskrift átaksins er Á réttri leið á Reykjanesi.

Aðgerðateymið á að efla og samræma störf ýmissa aðila en í teyminu sitja fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu, Reykjanesfólkvangi, Grindavíkurbæ, Sveitarfélaginu Vogum, lögreglunni á Suðurnesjum, Umhverfisstofnun og Landgræðslunni. Teyminu er m.a. ætlað að koma á samráði við félög áhugafólks um útivist og akstur í Reykjanesfólkvangi, lagfæra jarðvegsskemmdir eftir akstur utan vega og sjá um lokun slóða sem óheimilt er að aka.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fór um Reykjanesfólkvang fyrir skömmu til að skoða skemmdir sem orðið hafa vegna aksturs utan vega. Þar lýstu fulltrúar heimamanna ástandinu fyrir ráðherra. Í kjölfarið var ákveðið á fundi í Sogum að hefja formlegt samstarf til að verja svæðið fyrir ágangi og frekari skemmdum.

Hér má skoða myndir af spjöllum vegna aksturs utan vega í Reykjanesfólkvangi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta