Hoppa yfir valmynd
25. júní 2009 Dómsmálaráðuneytið

Ný íslensk vegabréf - fingraförum bætt í örgjörvann

Íslensk vegabréf
Íslensk vegabréf.

Í nýju vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er fjallað um uppfærslu á íslenska vegabréfakerfinu sem nú er unnið að hjá Þjóðskrá. Í samræmi við samþykktir Schengenríkja á vettvangi ESB skal fingraförum bætt í örgjörva vegabréfa eigi síðar en 28. júní 2009. Er þetta gert til að fullnægja kröfum um öryggi vegabréfa sem gerðar eru báðum megin Atlantshafsins.

Þessi breyting snertir eingöngu þá sem þurfa að endurnýja vegabréf sín hvort eð er. Eldri vegabréf halda gildi sínu fram að næstu endurnýjun.

Í vefriti ráðuneytisins er fjallað almennt um útgáfu vegabréfa en ítarlegar upplýsingar er einnig að finna á vefnum www.vegabref.is.

Vefrit dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 4. tbl. 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta