Hoppa yfir valmynd
26. júní 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skipun í viðræðunefnd við lífeyrissjóði um fjármögnun framkvæmda

Fréttatilkynning nr. 41/2009

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum hinn 16. þ.m. að skipa sérstaka viðræðunefnd til að ræða við fulltrúa lífeyrissjóða um fjármögnun ýmissa framkvæmda sem eru eða kunna að vera framundan á næstu árum. Hafa lífeyrissjóðir og aðilar vinnumarkaðarins skipað níu manna aðgerðahóp er taki þátt í viðræðum fyrir þeirra hönd.

Af hálfu stjórnvalda hafa eftirtaldir aðilar verið skipaðir í viðræðunefndina: Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður, skipuð án tilnefningar, Ingimar Jóhannsson, skrifstofustjóri, skv. tilnefningu sjávar- og landbúnaðarráðherra, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, skv. tilnefningu iðnaðarráðherra, Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, skv. tilnefningu samgönguráðherra, Skúli Helgason, alþingismaður skv. tilnefningu forsætisráðherra, og Vilborg Hauksdóttir, sviðsstjóri, skv. tilnefningu heilbrigðisráðherra. Formaður nefndarinnar er Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu.

Fjármálaráðuneytinu, 26. júní 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta