Hoppa yfir valmynd
29. júní 2009 Dómsmálaráðuneytið

Norrænir dómsmálaráðherrar funda á Íslandi

Norrænir dómsmálaráðherrar
Frá fundi norrænu dómsmálaráðherranna sem haldinn var á Hótel Rangá á Suðurlandi.

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna funduðu hér á landi í dag, 29. júní 2009. Meðal umræðuefna var norrænt samstarf í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og barnaklámi á netinu auk þess sem kastljósinu var beint að þeim úrræðum, sem gripið hefur verið til á málefnasviði dómsmálaráðuneytisins vegna bankahrunsins hér á landi. Meðal annars gerði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, grein fyrir starfsemi embættisins.

Fundurinn ákvað m.a. að beina því til norrænna embætta sem starfa að rannsóknum efnahagsbrota að taka til umræðu hvernig þau geta aukið samvinnu sína til að stuðla að uppljóstran alþjóðlegrar glæpastarfsemi á þessu sviði, og skila um það tillögum til ráðherranna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum