Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2009 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra tók á móti TF-SIF

„Koma flugvélarinnar til landsins markar tímamót í allri löggæslu hér á landi og skapar stóraukna möguleika til eftirlits-, björgunar- og löggæslustarfa á hafinu umhverfis landið, jafnt á nóttu sem degi,
Ragna Árnadóttir flytur ávarp í móttökuathöfn vegna komu TF-SIF.
Ragna Árnadóttir flytur ávarp í móttökuathöfninni á Reykjavíkurflugvelli.

„Koma flugvélarinnar til landsins markar tímamót í allri löggæslu hér á landi og skapar stóraukna möguleika til eftirlits-, björgunar- og löggæslustarfa á hafinu umhverfis landið, jafnt á nóttu sem degi," sagði Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra m.a. í ávarpi sínu í móttökuathöfn vegna komu hinnar nýju eftirlits- og björgunarflugvélar Landhelgisgæslu Íslands, TF-SIF. Vélin er af gerðinni Dash-8 Q300 og er sérhönnuð til eftirlits-, leitar,- björgunar og sjúkraflugs á Norður-Atlantshafi. Ber þennan merkisatburð upp á 83 ára afmæli Landhelgisgæslunnar sem var stofnuð hinn 1. júlí árið 1926.

Ráðherra benti á að leitar- og björgunarsvæði landhelgisgæslunnar nái fyrst og fremst yfir íslensku efnahagslögsöguna en að auki yfir svæði sem nái yfir um 1,8 milljónir ferkílómetra, sem sé meira en tvöfalt stærra en efnahagslögsagan. Ítrekaði Ragna einnig hið veigamikla hlutverk Landhelgisgæslunnar að fylgjast með mengun á hafi í samvinnu við umhverfisyfirvöld, en TF-SIF býr vélin yfir búnaði sem greinir mengun með nýjum og nákvæmari hætti en áður sem þýðir gjörbreytingu í auðlindagæslu og umhverfisvernd.

Smíðasamningur um vélina var undirritaður í maí 2007 og var samningsverð 32,2 milljónir dollara. Hafa allar áætlanir um bæði tíma og verð staðist að öllu leyti. Við undirbúning útboðs, hönnun og smíði vélarinnar sem og þjálfun áhafna hefur Landhelgisgæslan notið ómældrar aðstoðar sænsku strandgæslunnar er hefur á að skipa þremur sams konar vélum sem reynst hafa vel en gæði og afkastageta búnaðar í vélunum er einstaklega mikil. Flugvélin er smíðuð hjá Bombardier í Kanada en ísetning tæknibúnaðar fór fram hjá Field Aviation í Kanada.

Sjá ræðu ráðherra í heild hér.

Á vef Landhelgisgæslunnar eru ítarlegar upplýsingar um TF-SIF.


TF-SIF lent á Íslandi.

 

 

 

 

 

TF-SIF lent á Íslandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta