Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2009

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 37 milljarða króna, sem er 72,4 milljörðum lakari útkoma heldur en sama tímabil í fyrra. Tekjur reyndust um 22,3 milljörðum lægri en í fyrra á meðan að gjöldin hækka um 50 milljarða.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-maí 2005-2009

Liðir
2005 2006 2007 2008 2009
Innheimtar tekjur 136.556 155.065 187.540 194.465 172.135
Greidd gjöld 126.546 126.171 146.007 159.083 209.123
Tekjujöfnuður 10.009 28.894 41.533 35.382 -36.989
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. - - - -39 -
Breyting viðskiptahreyfinga 1.557 -613 -8.960 -5.455 -2.720
Handbært fé frá rekstri 11.566 28.281 32.573 29.889 -39.709
Fjármunahreyf-
ingar
6.537 -2.428 -71.958 -2.351 8.110
Hreinn lánsfjárjöfnuður 18.102 25.853 -39.385 27.538 -31.599
Afborganir lána -29.994 -38.104 -31.917 -16.341 -1.337
Innanlands -13.770 -15.231 -20.808 -676 -1.345
Erlendis -16.224 -22.873 -11.109 -15.665 0
Greiðslur til
LSR
og LH
-1.550 -1.650 -1.650 -1.650 0
Lánsfjárjöfn-
uður, brúttó
-13.442 -13.901 -72.952 9.547 -32.944
Lántökur 9.273 11.010 46.452 9.233 81.773
Innanlands 4.005 2.910 42.061 9.233 74.721
Erlendis 5.268 8.100 4.391 - 7.052
Breyting á handbæru fé -4.168 -2.890 -26.500 18.780 48.829

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins voru rúmlega 172 ma.kr. sem er um 22 ma.kr. minni tekjur en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu rúmlega 184 ma.kr. og er frávikið því 12 ma.kr. Munar þar mest um lægri skatta á vöru og þjónustu en gert var ráð fyrir í áætluninni. Skatttekjur og tryggingagjöld námu rúmlega 149 ma.kr. sem endurspeglar 16,6% samdrátt að nafnvirði eða 29,6% að raunvirði miðað við hækkun almenns verðlags (VNV án húsnæðis). Samdrátturinn á milli ára jókst að raunvirði frá síðasta mánuði og er 35,6% þegar horft er til 4 mánaða meðaltals, eins og sjá má á myndinni. Þá jukust aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs umtalsvert frá sama tíma árið 2008 en þær voru nú rúmlega 22 ma.kr. sem endurspeglar 69,1% hækkun að nafnvirði. Í áætlun fjárlaga var gert ráð fyrir tæpum 16 ma.kr. og er frávikið því rúmir 6 ma.kr. en þar skýra auknar vaxtatekjur meginmuninn.

Skattar á tekjur og hagnað námu rúmlega 71 ma.kr. og drógust saman um 4,1% að nafnvirði samanborið við fyrstu fimm mánuði ársins 2008. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga rúmum 36 ma.kr. sem er 6,0% samdráttur að nafnvirði. Tekjuskattur lögaðila var tæplega 7 ma.kr. og dróst saman um 31,5% að nafnvirði en fjármagnstekjuskattur nam um 28 ma.kr. sem er 9,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Innheimta eignarskatta var um 2,1 ma.kr. sem er samdráttur um 41,8% frá fyrra ári, þar af voru stimpilgjöld 1,3 ma.kr. og drógust þau saman um 54,7%.

Innheimta almennra veltuskatta nam rúmlega 57 ma.kr. á tímabilinu og dróst saman um 28,2% að nafnvirði á milli ára eða 39,4% að raunvirði (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Þegar litið er á 4 mánaða meðaltal er raunlækkunin á milli ára 40,2%, eins og sjá má á myndinni. Virðisaukaskattur nam tæplega 39 ma.kr. á fyrstu fimm mánuðum ársins og dróst saman um 18 ma.kr. frá sama tíma 2008. Samdrátturinn nemur 31,8% að nafnvirði eða sem samsvarar 42,4% að raunvirði. Virðisaukaskattur í maímánuði, sem kemur að mestu af innflutningi á 2. virðisaukaskattstímabili ársins, þ.e. mars og apríl, nam aðeins tæplega 2 ma.kr. Þessi óvenjulága fjárhæð skýrist af áhrifum breyttra reglna um gjalddaga skattsins sem tóku gildi í mars sl. og gilda til ársloka. Samkvæmt þeim kom aðeins þriðjungur virðisaukaskatts á tímabilinu til greiðslu í maí en hinir tveir þriðjungarnir í júní og júlí. Það virðast þó ekki allir hafa nýtt sér þessa frestun til fulls þar sem rúmur milljarður sem var á gjalddaga í júní og júlí var greiddur í maímánuði. Innskattur sem greiddur var úr ríkissjóði í maí kemur til frádráttar innheimtum virðisaukaskatti og niðurstaðan varð því svo lág sem raun ber vitni. Reikna má með að liðlega 7 ma.kr. hafi frestast samtals fram í júní og júlí. Hvað aðra helstu liði veltutengdra skatta varðar er samdrátturinn milli ára mestur í vörugjöldum af ökutækjum eða yfir 90%. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu tæpum 2 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum voru rúmlega 15 ma.kr. sem er samdráttur um annars vegar 32,0% og hins vegar 10,4% á milli ára.

Greidd gjöld nema 209,1 milljarði króna og hækka um 50,0 milljarða frá fyrra ári, eða um 31,5%. Milli ára hækka útgjöld mest til almennrar opinberrar þjónustu um 18,5 milljarða, þar sem vaxtagreiðslur ríkissjóðs skýra 15,9 milljarða. Þá hækka útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála um 15,4 milljarða sem skýrist að mestu með 9,6 milljarða króna hækkun útgjalda atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára, 2,2 milljarðar vegna útgjalda lífeyristrygginga sem hækka um 12,4% og barnabótum sem hækka um 963 milljónir króna milli ára. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 7,4 milljarða króna milli ára þar sem útgjöld til sjúkratrygginga skýra 4,8 milljarða króna og útgjöld til Landspítala aukast um 1,3 milljarða. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 4,6 milljarða króna og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 1,4 milljarða króna aukningu milli ára og Hafnarbótasjóður 728 milljónir króna. Útgjöld til menntamála aukast um 1,8 milljarða króna þar sem útgjöld til Háskóla Íslands aukast um 788 milljónir króna og útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um tæpar 500 mkr. milli ára. Breytingar í öðrum málaflokkum eru svo minni en þau sem áður hafa verið talin.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er neikvæður um 32,9 milljarða króna í maí á móti jákvæðum lánsfjárjöfnuði 9,5 milljörðum á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 31,6 milljarða króna og lækkar um 59,1 milljarða milli ára sem skýrist með lækkun á handbæru fé frá rekstri. Frá áramótum hefur ríkissjóður selt ríkisbréf fyrir um 88,4 milljarða og lækkað stofn ríkisvíxla um 13,6 milljarða. Þá tók ríkissjóður lán frá Færeyjum í mars að fjárhæð 300 milljónir danskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna. Á móti námu afborganir 1,3 milljarði króna sem skiptist jafnt á milli spariskírteina og annarra lána ríkissjóðs.

Tekjur ríkissjóðs janúar-maí 2007-2009

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2007
2008
2009
2007
2008
2009
Skatttekjur og tryggingagjöld 167 154 178 769 149 062 14,7 6,9 -16,6
Skattar á tekjur og hagnað 66 795 74 396 71 312 19,6 11,4 -4,1
Tekjuskattur einstaklinga 36 716 38 520 36 215 15,8 4,9 -6,0
Tekjuskattur lögaðila 9 313 10 059 6 893 -8,8 8,0 -31,5
Skattur á fjármagnstekjur 20 766 25 816 28 203 49,2 24,3 9,2
Eignarskattar 4 556 3 599 2 094 -3,9 -21,0 -41,8
Skattar á vöru og þjónustu 76 808 79 804 57 290 12,1 3,9 -28,2
Virðisaukaskattur 55 140 56 911 38 821 17,8 3,2 -31,8
Vörugjöld af ökutækjum 3 629 4 658 449 -27,6 28,3 -90,4
Vörugjöld af bensíni 3 665 3 547 3 906 5,6 -3,2 10,1
Skattar á olíu 2 814 2 971 2 632 13,1 5,6 -11,4
Áfengisgjald og tóbaksgjald 4 525 4 581 4 966 6,7 1,2 8,4
Aðrir skattar á vöru og þjónustu 7 034 7 136 6 516 8,1 1,5 -8,7
Tollar og aðflutningsgjöld 2 210 2 852 1 938 41,0 29,0 -32,0
Aðrir skattar 424 951 1 042 34,8 124,4 9,5
Tryggingagjöld 16 362 17 168 15 386 10,7 4,9 -10,4
Fjárframlög 450 207 239 68,0 -54,0 15,7
Aðrar tekjur 12 730 13 304 22 493 45,6 4,5 69,1
Sala eigna 6 782 2 185 340 - - -
Tekjur alls 187 116 194 465 172 135 20,7 3,9 -11,5


Gjöld ríkissjóðs janúar – maí 2009

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2007
2008
2009
2008
2009
Almenn opinber þjónusta 20 688 23 147 41 639 11,9 79,9
Þar af vaxtagreiðslur 7 124 7 630 23 550 7,1 208,6
Varnarmál 265 620 601 134,1 -3,2
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 6 738 7 898 7 838 17,2 -0,8
Efnahags- og atvinnumál 18 833 20 106 24 687 6,8 22,8
Umhverfisvernd 1 445 1 359 1 700 -6,0 25,1
Húsnæðis- skipulags- og veitumál 183 222 263 20,9 18,5
Heilbrigðismál 37 675 40 865 48 298 8,5 18,2
Menningar-, íþrótta- og trúmál 6 932 7 454 8 165 7,5 9,5
Menntamál 16 393 17 983 19 832 9,7 10,3
Almannatryggingar og velferðarmál 32 985 36 040 51 413 9,3 42,7
Óregluleg útgjöld 3 870 3 389 4 690 -12,4 38,4
Gjöld alls 146 007 159 083 209 123 9,0 31,5




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta