Drög að frumvarpi til laga um þjónustuviðskipti
Ráðuneytið hefur nú sent hagsmunaaðilum drög að frumvarpi til laga um þjónustuviðskipti til umsagna. Frumvarpið er samið í því skyni að innleiða í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/123/EB frá 12. desember 2006 um þjónustu á innri markaði (þjónustutilskipunin).
Tilskipunin er umfangsmikil bæði að efni og gildissviði og því telur ráðuneytið mikilvægt að hagsmunaaðilar og almenningur fái tækifæri til að láta í ljós álit sitt á frumvarpinu strax á frumstigum. Skal umsögnum skilað til viðskiptaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík eða á netfangið [email protected] fyrir 21. ágúst 2009.
Frumvarp til laga um þjónustuviðskipti