Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Yfirlýsing frá hollenskum stjórnvöldum vegna málaferla hollenskra innistæðueigenda

Fréttatilkynning nr. 46/2009

Fjármálaráðherra hefur borist bréf frá Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands. Í því kemur fram að hollensk stjórnvöld muni ekki eiga aðild að hugsanlegum málaferlum hollenskra innistæðueigenda á hendur íslenskum stjórnvöldum.

Í bréfinu kemur ennfremur fram að Ísland sé virtur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu og sem lýðræðis- og réttarríki búi Ísland við sjálfstætt og óháð réttarkerfi. Á grundvelli þess telur fjármálaráðherra Hollands að hollenskir innistæðueigendur myndu fá réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum á Íslandi. Afskipti hollenskra yfirvalda af slíkum málum væru því óþörf.

Yfirlýsinguna má sjá hér í viðhengi við þessa fréttatilkynningu.

Fjármálaráðuneytinu, 8. júlí 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta