Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2009 Innviðaráðuneytið

Ýmsar ábendingar um úrbætur í öryggisátt

Fjölmargar tillögur um úrbætur í öryggisátt má finna í nýrri skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 2008. Snúast þær meðal annars um endurskoðun á reglum um aksturshæfni aldraðra og sjúkra ökumanna, lækkun á prómillmörkum áfengis og enn frekari aðgreiningu akstursstefna á fjölförnum þjóðvegum.

Í skýrslunni er farið yfir orsakir banaslysa á síðasta ári og birtar fjölmargar töflur um slysin. Þá er farið yfir einstaka orsakavalda slysanna, fjöldi kannaður í hverjum flokki og settar fram tillögur og ábendingar á grundvelli þessarar greiningar. Tillögurnar hafa jafnan verið settar fram í skýrslu um hvert einstakt slys ef tilefni hefur gefist og hér eru þær reifaðar frekar.

Fram kemur í skýrslu RNU að undanfarin ár hefur banaslysum í umferðinni fækkað. Síðastliðin 5 ár (2004-2008) fórust 100 manns í umferðarslysum á Íslandi en á 5 ára tímabili þar á undan (1999-2003) fórust 129 í umferðarslysum. Algengasta orsök banaslysa í umferðinni árið 2008 var að biðskylda var ekki virt en þar á eftir kom hraðakstur. Árið 2008 létust 12 í umferðinni á Íslandi en rannsóknarnefnd umferðarslysa fjallaði um tíu banaslys í skýrslum sem gefnar voru út á vef RNU, rnu.is.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta