Auglýsing um stöðvun strandveiða á svæði A, sem er frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Skagabyggðar
Frá og með frá og með 16. júlí til loka júlímánaðar 2009 hefur ráðuneytið bannað strandveiðar á svæði A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Skagabyggðar. Samkvæmt reglugerð nr. 550/2009, um strandveiðar fiskveiðárið 2008/2009, er það Fiskistofa sem fylgist með afla á einstökum svæðum og tilkynnir ráðuneytinu hvenær líklegt megi telja að viðmiðunarafla verði náð. Miðað við veiði síðustu daga hefur Fiskistofa áætlað að viðmiðunarafli fyrir júní og júlímánuð, samtals 987 tonn, verði uppurinn um miðja þessa viku.