Hoppa yfir valmynd
14. júlí 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Leiðrétting frá fjármálaráðherra vegna fréttaflutnings um erlendar skuldir

Fréttatilkynning nr. 48/2008

Vegna fréttaflutnings í hádeginu óskar fjármálaráðherra eftir að taka fram að tölur sem nefndar voru um heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis upp á 3–4.000 milljarða króna eru ekki frá honum komnar. Það eina sem fjármálráðherra staðfesti í viðtali við fjölmiðla var að erlendar skuldir stefndu í að verða meira en 200%. Miðað við að verg landsframleiðsla verði tæpir 1.430 milljarðar á þessu ári, er nær lagi að þessi tala geti numið um 2.800–3.000 milljörðum króna miðað við þær uppgjörsaðferðir sem Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið nota.

Fjármálaráðuneytinu, 14. júlí 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta