Umsókn Íslands um ESB-aðild komið á framfæri
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur verið komið á framfæri við sænsk stjórnvöld sem fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB.
Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, gekk í dag á fund ráðuneytisstjóra sænska utanríkisráðuneytisins og afhenti umsókn Íslands. Á sama tíma kynnti Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, umsóknina fyrir framkvæmdastjórn sambandsins.
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu má lesa hér.