Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Drög að aðalnámskrá í rytmískri tónlist

Menntamálaráðuneytið hefur birt drög að nýjum greinarhluta aðalnámskrár tónlistarskóla, rytmísk tónlist

Til þeirra er málið varða

Menntamálaráðuneytið hefur birt drög að nýjum greinarhluta aðalnámskrár tónlistarskóla, rytmísk tónlist, á vefsvæði sínu menntamalaraduneyti.is /utgefid-efni/namskrar//nr/306. Um er að ræða síðasta greinarhluta aðalnámskrár tónlistarskóla, þann níunda í röðinni. Námskráin var unnin undir stjórn ritstjórnar aðalnámskrár tónlistarskóla í rytmískri tónlist. Námskrárdrögin eru birt á vefsvæðinu í tíu hlutum, þ.e. almennur hluti, einstakir hljóðfærahlutar og loks lagasöfn og tónstigar í sérstöku skjali. Skjölin verða sett saman fyrir útgáfu.

Drögin verða til kynningar á framangreindu vefsvæði til 20.ágúst 2009. Á þeim tíma gefst hagsmunaaðilum og almenningi kostur á að senda athugasemdir og ábendingar um námskrána í heild eða einstaka þætti hennar til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er hægt að senda athugasemdir á netfangið [email protected]. Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið gera þær lagfæringar á námskránni sem nauðsynlegar teljast, staðfesta hana og senda auglýsingu um gildistöku hennar til birtingar í Stjórnartíðindum. Námskráin verður að því loknu birt á námskrárvef ráðuneytisins.

Farið er vinsamlega fram á að efni þessa bréfs sé kynnt fyrir þeim sem það á erindi við.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta