Utanríkisráðherrar ESB biðja framkvæmdastjórn að leggja mat á umsókn Íslands
Ráðherraráð Evrópusambandsins, sem í eiga sæti utanríkisráðherrar aðildarlanda þess, samþykkti í dag einróma að vísa umsókn Íslands til framkvæmdastjórnar ESB. Cecilia Malmström, Evrópumálaráðherra Svíþjóðar, sem fer með formennsku í ráðherraráðinu, tilkynnti þetta í Brussel. Við sama tækifæri fagnaði Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn ESB, ákvörðuninni sem hann sagði að bæri að líta á í ljósi þess að Ísland væri eitt af elstu lýðræðisríkjum heims og ætti heima í Evrópu.
Hlutverk framkvæmdastjórnarinnar er að leggja mat á umsókn Íslands, grundvallað á ítarlegum spurningalista sem sendur verður íslensk stjórnvöldum. Leiðtogafundur ESB tekur svo ákvörðun um aðildarviðræður þegar mat framkvæmdastjórnarinnar liggur fyrir