Hoppa yfir valmynd
29. júlí 2009 Utanríkisráðuneytið

Evrópumálaráðherra Frakka og utanríkisráðherra ræða umsókn Íslands

Össur Skarphéðinsson og Pierre Lellouche
OS_og_PL_juli_09_litil

Umsókn Íslands að Evrópusambandinu bar hæst á fundi sem Evrópumálaráðherra Frakka, Pierre Lellouche átti með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í Reykjavík í morgun. Lellouche, sem sat fund ráðherraráðs ESB í síðustu viku, fagnaði umsókn Íslendinga og sagðist ekki vita til að neitt aðildarríki væri andvígt aðild Ísland en ljóst væri að Icesave-deiluna yrði að leysa. Þá væri brýnt að Lissabon-sáttmálinn yrði staðfestur til að greiða fyrir stækkun ESB.

Að loknum fundinum með Össuri hitti Lellouche Árna Þór Sigurðsson, formann utanríkismálanefndar Alþingis, alþingismenn og fræðimenn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta