Nr. 28/2009 - Strandveiðar í ágúst.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur ákveðið að strandveiðar í ágúst hefjist þriðjudaginn 4. ágúst og hefur hann gefið út sérstaka reglugerð í því skyni.
Ástæðan fyrir þessu er að verslunarmannahelgin fellur til í byrjun ágúst og landsmenn, fjölskyldufólk og aðrir vilja vera í sumarleyfi. Jafnframt liggur fyrir að fiskmarkaðir og flestar fiskvinnslur verða lokaðar, þannig að gæði hráefnisins eru í húfi. Fram hefur komið að Landssamband smábátaeigenda styður þessa ráðstöfun.
Sjá reglugerð um strandveiðar í ágúst.