Lög um breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum, samþykkt á Alþingi.
Þann 10. júlí 2009 var frumvarp viðskiptaráðherra um breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum samþykkt á Alþingi. Með lögunum eru gerðar viðamiklar breytingar á lagaumhverfi sparisjóða. Helstu breytingarnar eru: Eytt er vafa um félagaform sparisjóðanna, felld eru á brott öll ákvæði um hlutafélagasparisjóði, skýrð er staða og eðli stofnfjár auk réttinda stofnfjáreigenda, kveðið er á um heimildir til samstarfs , reglur um arðgreiðslur eru einfaldaðar og þrengdar, settar eru reglur um útgáfu stofnfjár, einfaldaðar eru reglur um endurmat stofnfjár og settar eru reglur um niðurfærslu stofnfjár.
Tengill í lögin á vef Alþingis: Lög nr. 76/2009 um breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.