Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar á tilskipun 2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti samþykkt á Alþingi.
Þann 24. júlí 2009 var frumvarp viðskiptaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar á tilskipun 2005/29/EB, um óréttmæta viðskiptahætti samþykkt á Alþingi. Lögin fela í sér innleiðingu á 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB, um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðinum.
Tengill í lögin á vef Alþingis: Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar á tilskipun
2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti.