Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2009 Matvælaráðuneytið

Lög um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum, samþykkt á Alþingi.

 Þann 10. júlí 2009 var samþykkt á Alþingi frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum. Með lögunum er Fjármálaeftirlitinu veitt heimild til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á ákvæðum laganna er snúa að óheimilli milligöngu með gjaldeyrisviðskipti. Einnig er skv. lögum heimilt að beita alvarlegri viðurlögum, þ.e. sektum eða fangelsi, sé um meiri háttar brot að ræða gegn ákvæðum laganna um óheimila milligöngu um gjaldeyrisviðskipti. Loks eru rannsóknarheimildir Fjármálaeftirlitsins styrktar.

 

Tengill í lögin á vef Alþingis: Lög nr 73/2009 um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta