Utanríkisráðherra heiðursgestur á Íslendingaslóðum
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra verður heiðursgestur og fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Íslendingadeginum í Gimli í Kanada í ár, sem og á Íslendingahátíð í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Dagskrá heimsóknarinnar hefst í dag, fimmtudag, á fundum með ráðamönnum í Gimli og heimsókn á sögustaði. Ferð utanríkisráðherra um Íslendingaslóðir í Vesturheimi stendur fram á þriðjudag.