Tekjustofnanefnd á fyrsta fundi
Á þessum fyrsta ræddu nefndarmenn um tilhögun verkefnisins og fyrirkomulag vinnunnar.
Nefndin er sett á laggirnar í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en þar er kveðið á að vinna skuli tillögur um að breikka og styrkja tekjustofna sveitarfélaga. Auk þess að leggja fram tillögur um tekjustofna skal nefndin undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum í tengslum við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem koma á til framkvæmda árið 2011. Nefndina skipa fulltrúi samgönguráðherra, fulltrúi fjármálaráðherra, þrír fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúum þingflokka sem starfa á Alþingi.
Í nefndinni eiga sæti:
-
Gunnar Svavarsson, fulltrúi samgönguráðherra, en hann er jafnframt formaður nefndarinnar
-
Sigurður Guðmundsson, fulltrúi fjármálaráðherra
-
Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
-
Birna Lárusdóttir, fulltrúi þingflokks Sjálfstæðisflokksins
-
Ragnheiður Hergeirsdóttir, fulltrúi þingflokks Samfylkingarinnar
-
Petrína Baldursdóttir, fulltrúi þingflokks Framsóknarflokksins
-
Jón Kr. Arnarson, fulltrúi þingflokks Borgarahreyfingarinnar
-
Elín Líndal, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
-
Lúðvík Geirsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
-
Sigrún Björk Jakobsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Þá starfa með nefndinni fulltrúar samgönguráðuneytisins, þeir Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu, Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur á sveitarstjórnarskrifstofu og Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Frá vinstri: Gunnlaugur Júlíusson, Jón Kr. Arnarson, Elín Líndal, Sigurður Guðmundsson, Gunnar Svavarsson, Hermann Sæmundsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Jóhannes Finnur Halldórsson, Lúðvík Geirsson og Árni Þór Sigurðsson. Á myndina vantar þær Birnu Lárusdóttur og Ragnheiði Hergeirsdóttur. |