Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júní 2009

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um rúma 46 milljarða króna, sem er 74,5 milljörðum króna lakari útkoma heldur en sama tímabil í fyrra. Tekjur reyndust um 20,8 milljörðum lægri en í fyrra á meðan gjöldin hækka um tæpan 61 milljarð.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-júní 2005-2009

 Í milljónum króna

 

2005

2006

2007

2008

2009

Innheimtar tekjur

165.540

182.826

218.083

225.573

204.794

Greidd gjöld

151.887

153.160

175.411

197.714

258.552

Tekjujöfnuður

13.653

29.666

42.672

27.859

-53.758

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-

-

-

-

-

Breyting viðskiptahreyfinga

1.883

40

-11.057

222

7.301

Handbært fé frá rekstri

15.536

29.706

31.615

28.081

-46.457

Fjármunahreyfingar

10.379

-2.208

-71.961

-1.486

1.209

Hreinn lánsfjárjöfnuður

25.915

27.498

-40.346

26.595

-45.248

Afborganir lána

-30.002

-38.873

-32.201

-31.415

-72.060

   Innanlands

-13.775

-24.100

-21.357

-15.854

-72.060

   Erlendis

-16.227

-14.773

-10.844

-15.561

-

Greiðslur til LSR og LH

-1.900

-1.980

-1.980

-1.980

-

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-5.988

-13.355

-74.527

-6.800

-117.308

Lántökur

9.579

16.246

46.612

62.319

123.934

   Innanlands

5.305

8.146

43.278

62.319

116.585

   Erlendis

4.274

8.100

3.334

-

7.349

Breyting á handbæru fé

3.591

2.890

-27.915

55.519

6.626



 Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins voru tæplega 205 ma.kr. sem er rúmlega 20 ma.kr. minni tekjur en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu um 219 ma.kr. og er frávikið því rúmir 14 ma.kr. Munar þar mest um minni skatta á vöru og þjónustu en gert var ráð fyrir í áætluninni. Skatttekjur og tryggingagjöld námu um 178 ma.kr. og drógust saman um 13,7% að nafnvirði á milli ára. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs (án húsnæðis) hækkað um 18,2% og því hafa skatttekjur og tryggingagjöld dregist saman um 27,0% að raunvirði. Aðeins hefur hægt á samdrættinum að raunvirði milli ára og er hann nú 25,9% þegar litið er til 4 mánaða meðaltals, eins og sjá má á myndinni. Aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs jukust umtalsvert á fyrstu sex mánuðum ársins en þær námu rúmlega 26 ma.kr. sem endurspeglar 54,1% nafnvirðisaukningu frá sama tímabili 2008. Gert var ráð fyrir rúmum 18 ma.kr. í áætlun fjárlaga og er frávikið því um 8 ma.kr. sem skýrist af meiri vaxtatekjum en reiknað var með.

Skattar á tekjur og hagnað námu tæpum 80 ma.kr. og drógust saman um 6,0% að nafnvirði frá fyrsta helmingi ársins 2008. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga tæpum 44 ma.kr. sem endurspeglar 5,9% samdrátt að nafnvirði. Tekjuskattur lögaðila var tæplega 8 ma.kr. og dróst saman um 36,7% að nafnvirði frá sama tíma árið áður. Fjármagnstekjuskattur nam um 28 ma.kr. sem er aukning um 8,8% milli ára en innheimta hans fer að langmestu leyti fram í janúar. Innheimta eignarskatta var tæplega 3 ma.kr. sem er samdráttur um 40,2% frá fyrra ári en þar af voru stimpilgjöld stærsti hlutinn, eða tæplega tveir milljarðar króna og drógust þau saman um 52,6%.

Innheimta almennra veltuskatta nam tæplega 74 ma.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 20,2% að nafnvirði á milli ára eða um 32,5% að raunvirði m.v. hækkun vísitölu neysluverðs (án húsnæðis). Þegar horft er á 4 mánaða meðaltal er raunlækkunin á milli ára enn mikil eða 23,1%, eins og sjá má af myndinni. Virðisaukaskattur, sem er stærsti hluti veltuskattanna, nam rúmlega 51 ma.kr. á fyrri helmingi ársins og dróst saman um 14 ma.kr. frá sama tíma 2008. Samdrátturinn nemur 21,8% að nafnvirði og 33,9% að raunvirði. Virðisaukaskattur í júnímánuði einum, sem kemur að mestu af smásölu á öðru virðisaukaskattstímabili ársins, þ.e. mars og apríl, nam um 12,5 ma.kr. Þar af eru um 3,7 ma.kr. sem voru innheimtir í júní sökum breyttra reglna um gjalddaga skattsins en fyrir breytingu hefði gjalddaginn verið í maí. Í maímánuði var því aðeins þriðjungur virðisaukaskattsins á gjalddaga en hinir tveir þriðjungarnir í júní og júlí. Þessar breytingar tóku gildi í mars síðastliðnum og gilda til ársloka. Af öðrum helstu liðum veltutengdra skatta er mestur samdráttur í vörugjöldum af ökutækjum eða 83,5%. Þá jukust vörugjöld af bensíni um 10,1% að nafnvirði á milli ára en olíugjald dróst saman um 10,8%. Gjöld á bensín og olíu voru hækkuð um 12,5% undir lok árs 2008 og hækkuð frekar í lok maí 2009. Hin ólíka þróun í innheimtu bensíngjaldsins og olíugjaldsins og mikill samdráttur tekna af olíugjaldinu þrátt fyrir hækkun gjaldsins er til marks um að meira hefur dregið úr akstri olíuknúinna ökutækja en bensínknúinna. Í forsendum fjárlaga var reiknað með að olíunotkun drægist meira saman en bensínnotkun en samdráttur þeirrar fyrrnefndu hefur þó verið talsvert meiri en vænst var. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu rúmum 2 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum voru rúmlega 18 ma.kr. sem er samdráttur um annars vegar 24,5% og hins vegar 10,2% á milli ára.

Greidd gjöld nema 258,6 milljarði króna og hækka um 60,8 milljarða frá fyrra ári, eða um 30,8%. Milli ára hækka útgjöld mest til almennrar opinberrar þjónustu um 22,9 milljarða, þar sem vaxtagreiðslur ríkissjóðs skýra 19,8 milljarða. Þá hækka útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála um 17,9 milljarða sem skýrist að mestu af 11,8 milljarða króna hækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára, 2,1 milljarða hækkun á útgjöldum lífeyristrygginga sem hækka um 9,7%, bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð aukast um 2,1 milljarð milli ára og barnabætur um 965 milljónir króna.  Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 7,8 milljarða króna milli ára þar sem útgjöld til sjúkratrygginga skýra 4,9 milljarða króna og útgjöld til Landspítala aukast um 1,1 milljarð. Útgjöld til menntamála aukast um 3,5 milljarða króna þar sem útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um 1,7 milljarða milli ára og útgjöld til framhaldsskóla um 1,5 milljarða króna. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 3,1 milljarða króna og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 1 milljarð króna þar af og Hafnarbótasjóður 793 milljónir króna. Þá aukast útgjöld til Ábyrgðasjóðs launa um 566 milljónir króna á milli ára. Útgjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggismála aukast um 2,3 milljarða króna milli ára þar sem útgjöld Landhelgissjóðs Íslands skýra hækkunina að langmestu leyti. Óregluleg útgjöld aukast um 2,1 milljarð á milli ára sem skýrist að mestu með útgjöldum til lífeyrisskuldbindinga sem hækka um 790 milljónir króna milli ára og greiddum fjármagnstekjuskatti ríkissjóðs sem eykst um 1,3 milljarða milli ára. Breytingar í öðrum málaflokkum eru minni en þær sem áður hafa verið taldar.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðser neikvæður um 117,3 milljarða króna í júní á móti neikvæðum lánsfjárjöfnuði 6,8 milljörðum á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 45,2 milljarða króna og lækkar um 71,8 milljarða milli ára sem skýrist með lækkun á handbæru fé frá rekstri. Frá áramótum hefur ríkissjóður selt ríkisbréf fyrir um 136,2 milljarða og lækkað stofn ríkisvíxla um 19,6 milljarða. Þá tók ríkissjóður lán frá Færeyjum í mars að fjárhæð 300 milljónir danskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna. Afborganir námu 72,1 milljörðum króna og er þar að stærstum hluta um að ræða innlausn ríkisbréfaflokka á gjalddaga í júní að fjárhæð 70,7 milljarða.

Tekjur ríkissjóðs janúar-júní 2007-2009

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2007

2008

2009

 

2007

2008

2009

Skatttekjur og tryggingagjöld

196.121

206.246

178.022

 

13,9

5,2

-13,7

Skattar á tekjur og hagnað

77.264

84.719

79.637

 

18,8

9,6

-6,0

Tekjuskattur einstaklinga

44.126

46.259

43.524

 

15,2

4,8

-5,9

Tekjuskattur lögaðila

12.383

12.611

7.981

 

-3,2

1,8

-36,7

Skattur á fjármagnstekjur

20.756

25.849

28.132

 

48,8

24,5

8,8

Eignarskattar

5.494

4.232

2.529

 

0,8

-23,0

-40,2

Skattar á vöru og þjónustu

90.767

92.541

73.809

 

11,0

2,0

-20,2

Virðisaukaskattur

64.697

65.566

51.248

 

15,2

1,3

-21,8

Vörugjöld af ökutækjum

4.736

5.424

893

 

-19,4

14,5

-83,5

Vörugjöld af bensíni

4.334

4.281

4.715

 

1,6

-1,2

10,1

Skattar á olíu

3.278

3.471

3.095

 

12,9

5,9

-10,8

Áfengisgjald og tóbaksgjald

5.615

5.668

6.277

 

5,2

0,9

10,7

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

8.106

8.131

7.582

 

12,4

0,3

-6,7

Tollar og aðflutningsgjöld

2.292

2.956

2.231

 

43,2

28,9

-24,5

Aðrir skattar

513

1.321

1.426

 

37,0

157,3

8,0

Tryggingagjöld

19.790

20.477

18.390

 

10,2

3,5

-10,2

Fjárframlög

470

207

340

 

53,6

-56,0

64,2

Aðrar tekjur

14.536

16.921

26.079

 

44,4

16,4

54,1

Sala eigna

6.787

2.200

352

 

-

-

-

Tekjur alls

217.913

225.573

204.794

 

19,2

3,5

-9,2



Gjöld ríkissjóðs janúar-júní 2007-2009

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2007

2008

2009

 

2008

2009

Almenn opinber þjónusta

24.999

29.161

52.105

 

16,6

78,7

Þar af vaxtagreiðslur

8.985

10.230

30.008

 

13,9

193,3

Varnarmál

309

846

791

 

173,5

-6,5

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

7.998

9.992

12.308

 

24,9

23,2

Efnahags- og atvinnumál

22.326

27.268

30.379

 

22,1

11,4

Umhverfisvernd

1.783

1.900

2.164

 

6,6

13,9

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

221

264

314

 

19,5

18,8

Heilbrigðismál

45.572

49.557

57.322

 

8,7

15,7

Menningar- íþrótta- og trúmál

8.120

8.845

9.882

 

8,9

11,7

Menntamál

20.563

22.420

25.903

 

9,0

15,5

Almannatryggingar og velferðarmál

38.996

43.270

61.120

 

11,0

41,3

Óregluleg útgjöld

4.523

4.193

6.265

 

-7,3

49,4

Gjöld alls

175.411

197.714

258.552

 

12,7

30,8



 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta