Fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings tryggð og þróun í viðræðum vegna Landsbankans
Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 56/2009
Fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings að hálfu ríikstjórnar Íslands hefur verið tryggð. Hún var samþykkt á hluthafafundum í dag og er í samræmi við fyrirætlanir sem greint var frá 20. júlí s.l. og uppgjörssamninga ríkisstjórnarinnar við skilanefndir Glitnis og Kaupþings sem nú er er lögð lokahönd á. Eigið fé Íslandsbanka verður 65 milljarðar króna og Nýja Kaupþings 72 milljarðar króna sem lagt er fram í formi ríkissskuldabréfa og tryggir báðum bönkum 12% eiginfjárhlutfall.
Hvað Nýja Landsbankann áhrærir þá hafa ríkisstjórnin og skilanefnd Landsbankans farið þess á leit við Fjármálaeftirlitið að fá lengri tíma til þess að ná endanlegri niðurstöðu um endurfjármögnun og greiðslur fyrir eignir sem færðar voru úr gamla Landsbankanum yfir í þann nýja. Formlegar viðræður hafa gengið vel.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um áfangann:
„Með ákvörðun hluthafafunda Íslandsbanka og Nýja Kaupþings um fjármögnun bankanna tveggja hefur verið stigið mikilvægt skref til endurreisnar íslenska bankakefisins. Hvað varðar samningviðræður vegna Landsbankans þá er gert ráð fyrir að þeim ljúki fljótlega.“
Frá vinstri: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson formaður stjórnar Íslandsbanka.
Frá vinstri: Björk Þórarinsdóttir, staðgengill bankastjóra Nýja Kaupþings, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Hulda Dóra Styrmisdóttir formaður stjórnar Nýja Kaupþings.
Fjármálaráðuneytinu, 24. júlí 2009