Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ríkisstjórnin samþykkir aukaframlag vegna innritunar í framhaldsskóla

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að leggja til við Alþingi 48 milljóna króna aukafjárveitingu á fjáraukalögum til að ljúka við innritun nemenda yngri en 18 ára í framhaldsskóla.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að leggja til við Alþingi 48 milljóna króna aukafjárveitingu á fjáraukalögum til að ljúka við innritun nemenda yngri en 18 ára í framhaldsskóla.

Óvenju mikil aðsókn er í framhaldsskóla landsins. Í byrjun ágúst var ljóst að ríflega 100 nemendur yngri en 18 ára kæmust ekki inn í framhaldsskólana, þrátt fyrir ákvæði um fræðsluskyldu, nema gripið yrði til sérstakra aðgerða.

Að undanförnu hefur verið unnið að því í menntamálaráðuneytinu að skapa námsúrræði fyrir þessa nemendur. Niðurstaðan er sú að 48 milljónir vanti upp á til að geta tryggt nemendunum viðunandi úrræði. Leitað hefur verið eftir samstarfi við nokkra framhaldsskóla og Námsflokka Reykjavíkur um að veita nemendum skólavist við hæfi.

Tillaga menntamálaráðherra var samþykkt af ríkisstjórn með fyrirvara um samþykkt Alþingis.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta