Unnið að frumvarpi til lögleiðingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur falið Þórhildi Líndal, lögfræðingi og fyrrverandi umboðsmanni barna, að vinna frumvarp til lögleiðingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur falið Þórhildi Líndal, lögfræðingi og fyrrverandi umboðsmanni barna, að vinna frumvarp til lögleiðingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 16 mars sl.
Ráðuneytið hefur nú tilkynnt ýmsum hagsmunaaðilum um þetta verkefni og þeim bent á að unnt sé að koma að ábendingum og sjónarmiðum til Þórhildar í tengslum við frumvarpsvinnuna. Slíkar ábendingar skal senda til Þórhildar á netfangið [email protected].