Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruskiptin í júlí 2009

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 13. ágúst 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands nam verðmæti innfluttrar vöru (fob) í júlí 34,9 ma.kr. og eykst innflutningurinn lítillega frá því í júní þegar hann nam 31,9 ma.kr.

Útflutningur vöru nam 41,3 ma.kr. og er nánast sá sami og í júní. Vöruskiptin við útlönd voru því hagstæð um 6,4 ma.kr. í júlí.

Aukinn innflutningur í júlí skýrist af innflutningi á eldsneyti sem er jafnan sveiflukenndur. Annar innflutningur er nánast óbreyttur á milli mánaða. Varðandi útflutninginn þá eru vísbendingar um að verðmæti útfluttra sjávarafurða hafi dregist saman á milli mánaða en það var mjög hátt í júní. Á móti eru vísbendingar um aukinn útflutning á áli en álverð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta