Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2009 Innviðaráðuneytið

Breyting á reglugerð um afgreiðslutíma flugvalla

Drög að breytingu á reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla er nú til umsagnar. Unnt er að senda inn umsagnir til 28. ágúst á netfangið [email protected].


Tvenns konar breytingar felast í reglugerð þessari. Annars vegar breytingar vegna athugasemda frá eftirlitsstofnun EFTA og hins vegar vegna innleiðingar á nýrri reglugerð Evrópusambandsins.

Breytingar vegna innleiðingar á nýrri reglugerð Evrópusambandsins

Um er að ræða innleiðingu EB reglugerðar nr. 545/2009 sem er breytingarreglugerð á EB reglugerð nr. 95/93 um sameiginlegar reglur fyrir úthlutun afgreiðslutíma flugvalla aðildarríkja.

Markmið breytinganna er að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi flugrekenda og flugvallarekenda vegna hinnar miklu efnahagslegu lægðar. Er 1. gr. reglugerðarinnar ætlað að tryggja að flugrekendur missi ekki rétt sinn til afgreiðslutíma sem þeir nota ekki vegna samdráttar.

Breytingin getur haft áhrif á rekstraraðila flugvalla þar sem hún kemur í veg fyrir að afgreiðslutímar séu lagðir niður, t.d. í hagræðingarskyni. Breytingin tryggir hagsmuni flugrekenda í núverandi efhanagsástandi.

Breytingar vegna athugasemda frá eftirlitsstofnun EFTA

Reglugerð nr. 1050/2008 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla sem reglugerð þessi breytir tók gildi haustið 2008. Fól sú reglugerðarsetning meðal annars í sér innleiðingu ofangreindrar EB reglugerðar nr. 95/93 sem og EB reglugerð nr. 793/2004 sem fól í sér breytingu á hinni fyrri.

Eftirlitsstofnun EFTA taldi að EB reglugerðir nr. 95/93 og 793/2004 hafi ekki verið fyllilega rétt innleiddar í íslenskan rétt m.a. vegna aðferðar við birtingu. Úr þessu hefur nú verið bætt m.a. með 2. gr. þessarar reglugerðar.

Þessar breytingar hafa óveruleg áhrif á íslenskan rétt.

 

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta