Framkvæmdastjóri NATO heimsækir Ísland
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sækir Ísland heim á fimmtudag, 20. ágúst. Er þetta fyrsta heimsókn nýs framkvæmdastjóra NATO til aðildarríkis bandalagsins.
Anders Fogh Rasmussen mun eiga fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, og utanríkismálanefnd Alþingis.