Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti þjóðleikhússtjóra

Menntamálaráðherra hefur borist umsögn þjóðleikhúsráðs um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra, dags. 17. ágúst sl.
Þjóðleikhúsið
thjodleikhusid

Menntamálaráðherra hefur borist umsögn þjóðleikhúsráðs um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra, dags. 17. ágúst sl., sbr. 1. mgr. 6. gr. leiklistarlaga, nr. 138/1998. Í umsögn ráðsins kemur fram að allir umsækjendur hafi uppfyllt almenn skilyrði til þess að gegna embættinu og teljist því þar til hæfir en þegar einnig væri tekið mið af reynslu umsækjanda af leikhús- og stjórnunarstarfi væru þær Tinna Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir mjög vel hæfar til þess að gegna embætti þjóðleikhússtjóra. Umsögn ráðsins hefur verið send umsækjendum sem fá tækifæri til þess að kynna sér efni hennar og koma með athugasemdir. Að því búnu verður málið tekið til nánari umfjöllunar og meðferðar í ráðuneytinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta