Nr. 30/2009 - Skipun vinnuhóps um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tiltekið að hún mun standa vörð um innlendan landbúnað og tryggja fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar.
Jarða- og ábúðarmál eru nátengd yfirlýstum markmiðum um fæðuöryggi þjóðarinnar. Meginstefnan hlýtur að felast í að halda utan um og vernda núverandi og framtíðar landnæði sem til matvælaframleiðslu er fallið og skapa jafnframt sem best skilyrði í hinum dreifðu byggðum.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur af þessu tilefni ákveðið að skipa vinnuhóp til þess að endurskoða núverandi jarða- og ábúðarlög. Í vinnuhópnum eru alþingismennirnir Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason og frá Bændasamtökum Íslands Jóhannes Sigfússon bóndi á Gunnarsstöðum, Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri og Erna Bjarnadóttir sviðsstjóri. Með vinnuhópnum munu starfa Sigurður Þráinsson skrifstofustjóri og Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Vísað er hér jafnframt til þess að á vegum ráðuneytisins er að vænta niðurstöðu nefndar sem fjallar um nýtingu landbúnaðarlands sérstaklega. Mun niðurstaða þeirrar nefndar nýtast í framhaldinu.
Nánar um skipun vinnuhóps um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga.