Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2009 Matvælaráðuneytið

Opið hús á Mennigarnótt frá kl. 14.00 til kl. 18.00

Menningarnótt 2009 jpg
Menningarnótt 2009 jpg

Menningarnótt verður haldin í miðborginni laugardaginn 22. ágúst. Þema hennar að þessu sinnni Húsin í bænum. Allmörg hús sem alla jafna eru ekki opin almenningi munu opna dyr sínar og taka á móti gestum hátíðarinnar.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verður með opið hús á Menningarnótt. Ráðuneytið er til húsa að Skúlagötu 4 og verður húsið opið frá kl. 14.00 til kl. 18.00. Þá munu ráðherra og starfsfólk hans kynna starfsemi ráðuneytisins fræða gesti og svara spurningum þeirra.

Reynir Jónasson harmónikkuleikari mun spila ljúfa tónlist og boðið verður upp á sælgæti og blöðrur fyrir börnin og íslenskt grænmeti og harðfisk fyrir alla. Kaffi á könnunni.

Allir velkomnir í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið á Menningarnótt.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta