Ráðgjafanefnd um málefni er snerta útflutning hrossa
Í samræmi við 7. gr. reglugerðar nr. 449/2002, um útflutning hrossa skal starfa ráðgjafanefnd um það efni og skal hún jafnframt vera samráðsvettvangur stjórnvalda og þeirra sem að þeim málum vinna. Í nefndinni skulu sitja fulltrúar eftirtalinna aðila: Bændasamtaka Íslands, Félags hrossabænda, yfirdýralæknis og hrossaútflytjenda auk fulltrúa ráðuneytisins sem jafnframt er formaður.
Í nefndina eru hér með skipuð:
- Kristinn Hugason deildarstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, formaður.
- Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ,
- Hulda G. Geirsdóttir framkvæmdastjóri FH,
- Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir,
- Kristbjörg Eyvindsdóttir hrossaútflytjandi,