Stjórn Bjargráðasjóðs
Samkvæmt nýjum lögum um Bjargráðasjóð, sem samþykkt voru á Alþingi 15. apríl 2009, skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa sjóðnum þriggja manna stjórn til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara.
Stjórn sjóðsins er þannig skipuð:
Hildur Traustadóttir, Hvanneyri, formaður
Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, varaformaður,
Jóhannes Sigfússon, bóndi, Gunnarsstöðum og
Karl Kristjánsson bóndi, Kambi.
Varamenn:
Sveinn Ingvarsson bóndi, Reykjahlíð og
Eiríkur Blöndal, frkvstj. BÍ, tilnefndir af Bændasamtökum Íslands.
Samkvæmt ákvæði III til bráðabirgða í lögunum, heldur núverandi stjórn umboði sínu þar til lokið hefur verið við uppgjör á hlut sveitarfélaganna í sjóðnum, en það skal vera eigi síðar en í árslok 2009. Eðli máls samkvæmt getur ný stjórn ekki tekið við fyrr en fráfarandi stjórn hefur skilað af sér. Nýju stjórninni er þó falið að vera núverandi stjórn til ráðuneytis um setningu reglna samkvæmt ákvæði IV til bráðabirgða og hefja að öðru leyti undirbúning að rekstri sjóðsins samkvæmt nýju lögunum.