Ráðgefandi hópur um veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda og ástand í lífríki sjávar
Með vísan til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar hefur Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa ráðgefandi hóp varðandi veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda og ástand í lífríki sjávar.
Hópinn skipa:
- Alexander Kristinsson, útgerðarmaður, Rifi,
- Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, stofnerfðafræðingur og sviðsstjóri, Matís,
- Björn Valur Gíslason, skipstjóri og alþingismaður og
- Guðmundur Hólm Indriðason útgerðartæknir, Ísafjarðarbæ.